Planta dagsins

Planta dagsins birtist á upphafsíðunni og á fésbókarsíðu Garðaflóru.  Ég mun skipta því út svona hér um bil daglega og verður það sem stendur í blóma hverju sinni fyrir valinu.   Hér er að finna þær plöntur sem ég hef valið blóm dagsins frá 2. júlí 2009.

7. október 2009

posted Oct 7, 2009, 12:52 PM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Mar 1, 2010, 10:28 AM ]


        Haustlilja 'Waterlily' (Colchicum speciosum)

        Blómstrar lok september - október.  Harðgerð.  Laufbrúskur vex upp í júní, nær 90 cm hæð.

20. september 2009

posted Sep 20, 2009, 3:55 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Sep 20, 2009, 4:01 AM ]


        Haustlilja (Colchicum autumnale)

        Harðgerð.  Blómstrar árvisst í byrjun september og fram í
        október.  Plantaði einum lauki upphaflega sem hefur fjölgað 
        sér jafnt og þétt.  Laufblöð vaxa upp að vori og visna um 
        mitt sumar.

16. september 2009

posted Sep 16, 2009, 2:10 AM by Rannveig Garðaflóra


        Brúska 'August Moon' (Hosta)

        Harðgerð.  Á það til að blómstra, en ekki árvisst.

15. september 2009

posted Sep 15, 2009, 1:37 AM by Rannveig Garðaflóra


        Mjallarhyrnir (Cornus alba var. sibirica)

        Þarf skjólgóðan stað, kelur þá lítilsháttar.  Blómstrar
        hvítum blómum í júní.  Mjög fallegir haustlitir.
        Greinar eru hárauðar og njóta sín vel á veturnar.

14. september 2009

posted Sep 14, 2009, 5:28 AM by Rannveig Garðaflóra


        Kóreuklukka (Campanula takesimana)

        Blómstrar síðari hluta ágúst - september.  Harðgerð.

13. september 2009

posted Sep 13, 2009, 3:16 AM by Rannveig Garðaflóra


        Klukkuvöndur (Gentiana septemfida)

        Blómstrar frá ágústlokum fram að frostum.
        Harðgerður.

10. september 2009

posted Sep 9, 2009, 3:54 PM by Rannveig Garðaflóra


         Maríuskór (Lotus corniculatus)

        Ný planta í mínum garði svo ég hef enga reynslu af henni
        enn.  Er sögð harðgerð.  Blómstraði í júní og svo aftur í lok
        ágúst og stendur enn í blóma.

8. september 2009

posted Sep 8, 2009, 2:26 AM by Rannveig Garðaflóra


        Forlagabrúska 'Gold Standard' (Hosta fortunei)

        Harðgerð.  Laufið er ljósgrænt í fyrstu en gulnar með aldrinum.
        Hefur ekki blómstrað, laufið er aðalprýði plöntunnar.

7. september 2009

posted Sep 7, 2009, 2:56 AM by Rannveig Garðaflóra


        Runnamura 'Golden Sunset' (Potentilla fruticosa)

        Kelur mikið, stundum alveg niður.  Vex þó alltaf upp
        aftur.  Blómstrar í lok ágúst - september, mismikið
        milli ára.

4. september 2009

posted Sep 4, 2009, 1:16 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Sep 4, 2009, 11:50 AM ]


        Lilja 'Honeymoon'

        Risastór (22 cm), mikið ilmandi blóm sem lýsast með aldrinum.
        Óreynd.

1-10 of 63