28. júlí 2009

posted Aug 8, 2009, 8:55 AM by Rannveig Garðaflóra

        Rós 'Duftwolke' (samheiti 'Fragrant Cloud')

        Þetta er eðalrós og á skilið aðeins það besta. Því meira 
        sem er gert fyrir hana því fleiri verða blómin og hún launar
        það svo um munar. Ég mæli með vetrarskýli úr striga og
        plastkýli í maí til að flýta blómgun þó hún nái alveg að 
        blómstra hjálparlaust ....... blómin verða fleiri og það 
        verður seint of mikið af þeim. Blómliturinn er einstakur 
        og ilmurinn líka. Hún heitir ekki "Ilmský" af ástæðulausu. 
        Af þeim terósarblendingum sem ég hef prófað er þessi sú 
        eina sem hefur staðið sig úti í beði (undir suðurvegg á 
        besta stað að sjálfsögðu).  Því miður er ekki hægt að fanga
        ilminn á mynd.
Comments