Fréttir


Tilkynning frá Yndisgróðri - ráðstefna í ágúst næstkomandi:

posted May 20, 2011, 7:43 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated May 20, 2011, 7:46 AM ]

Kæra áhugafólk um garð- og landslagsplöntur!

 

Við viljum vekja athygli ykkar á ráðstefnu sem haldin verður í Laugardalnum og á Reykjum í Ölfusi í ágúst næstkomandi.

 Ráðstefnan er haldin í samstarfi New Plants for the Northern Periphery Market (NPNP) verkefnis á vegum Norðurslóðaáætlunar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Garðyrkjufélags Íslands, Félags garðplöntuframleiðenda, Skógræktar Ríkisins og Grasagarðs Reykjavíkur undir titlinum:

 

Ráðstefna um garð- og landslagsplöntur fyrir norðlæg og hafræn svæði, dagana 18.-19. ágúst 2011.

 

Allir áhugasamir eru að sjálfsögðu velkomnir og sjáumst vonandi sem flest í ágúst!

 

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er hægt að nálgast á heimasíðu Yndisgróðurs http://yndisgrodur.lbhi.is/

eða senda tölvupóst á yndisgrodur@lbhi.is

 

Með góðri kveðju

 

Anna Sif Ingimarsdóttir og Samson B. Harðarson

Yndisgróðri

Endurútgáfa bókarinnar Garðverkin eftir Stein Kárason væntaleg!

posted Mar 23, 2011, 11:55 AM by Rannveig Garðaflóra

Steinn Kárason er að undirbúa endurútgáfu á bókinni Garðverkin sem kom út 2003 og hefur lengi verið ófáanleg. Hann þakkar það mikla lof og góðu viðtökur sem bókin fékk þegar hún kom út fyrst.  Margir hafa spurst fyrir um hvort bókin yrði ekki gefin út á ný og getur hann ekki lengur vikist undan því. Bókin er skrifuð á vistvænum nótum í anda sjálfbærrar þróunar og er markhópurinn hinn almenni garðeigandi og sumarhúsaaeigendur. Bókin sem er 201 bls. verður nánast óbreytt í endurútgáfu.

Áhugasamir geta pantað bókina í netfangnu steinn@steinn.is

Ég á þessa bók og gef henni mín bestu meðmæli.  Hún ætti að vera skyldueign allra garðeigenda.

Hér á eftir fara nánari upplýsingar um bókina:

Garðverkin er eftir Stein Kárason.

Í bókinni er að finna hagnýt ráð um ræktunarstörf og viðhald gróðurs í görðum, gróðurhúsum og sumarbústaðalöndum ásamt leiðbeiningum um lífræna ræktun og safnhaugagerð.

Bókin skiptist í 24 kafla og 194 undirkafla Hún er skrifuð á vistvænum nótum í anda sjálfbærrar þróunar. Í bókinni eru um áttatíu ljósmyndir, flestar eftir höfundinn, og á fjórða hundrað skýringarmyndir, flestar eftir hollensk-sænska listamanninn Han Veltman. Í bókinni eru skráð um fjögur hundruð íslensk plöntunöfn og tæplega þrjú hundruð latnesk plöntunöfn og töflur sem tilgreina fræmagn, sáðtíma, áburðarþörf, hitaþörf og útplöntunarbil blóma, blómlauka og matjurta.

Helstu umfjöllunarefni eru:

- Áburður og virkni hans.

- Timburskjólveggir í görðum.

- Matjurtir, sáning, uppeldi og ræktun.

- Vélar,verkfæri, val þeirrra og viðhald.

- Grasflötin , sáning, tyrfing og áburðargjöf, sláttur og hirðing.

- Sumarblóm, fjölær blóm, uppeldi og ræktun, blómlaukar og hnýði.

- Tré og runnar, trjáklippingar og gróðursetning, fræsöfnun og fjölgun.

- Jarðvegsskipti og undirvinna fyrir gangstéttir, bílastæði, garðtjarnir og grjótveggi.

- Lífræn ræktun, safnhaugagerð, sáðskipti, safnkassar og lífrænar varnir gegn meindýrum.

- Trjágróður og sumarbústaðalandið, landkostir og skipulag, tegundaval og grunnatriði skógræktar.

Í bókinni eru töflur sem tilgreina fræmagn, sáðtíma, áburðarþörf, hitaþörf og útplöntunarbil blóma, blómlauka og matjurta.

Steinn Kárason hefur fjallað um garðyrkju, skógrækt, umhverfismál og viðskipti í sjónvarpi, útvarpi, blöðum og tímaritum. Árið 1994 kom út bók Steins Trjáklippingar.

Útgefandi er Garðyrkjumeistarinn.


Orðsending frá Grasagarði Reykjavíkur

posted Jan 28, 2011, 9:42 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Jan 28, 2011, 10:23 AM ]

Grasagarður Reykjavíkur leitar eftir upplýsingum um ein- og tvíærar garðplöntur sem hafa verið í ræktun síðan fyrir 1970.  Tilgangur verkefnisins er að afla upplýsinga um þessar plöntur og safna fræjum til varðveislu þessara tegunda.  Garðaflóra hvetur alla sem lumað gætu á svona djásnum að hafa samband við Grasagarð Reykjavíkur og leggja þessu spennandi verkefni lið.Plöntuskiptasíða á Cubits.org

posted May 12, 2010, 9:17 AM by Rannveig Garðaflóra

Plöntuskiptasíðan er nú komin yfir á Cubits.org.  Allir skráðir meðlimir geta auglýst plöntur eða óskað eftir plöntum.

Plöntugagnagrunnur Garðaflóru

posted Apr 14, 2010, 12:24 PM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Apr 14, 2010, 1:18 PM ]

Með tilkomu plöntugagnagrunns Garðaflóru opnast loks sá möguleiki að safna saman myndum og upplýsingum um ræktunarreynslu frá garðyrkjuáhugafólki á Íslandi.  Allir sem skrá sig sem meðlimir á svæði Garðaflóru á Cubits.org hafa aðgang að grunninum og geta lagt verkefninu lið.  Það er algjörlega undir því komið hversu margir taka þátt hversu góðan gagnagrunn við byggjum upp.

Gagnagrunnurinn býður upp á mikla leitarmöguleika sem ætti að auðvelda fólki að finna réttu plöntuna í garðinn sinn.

Ég vinn nú að því að skrá inn þær plöntur sem eru á síðu Garðaflóru og meðan grunnurinn er að byggjast upp verða leitarniðurstöður takmarkaðar.  Rósirnar eru komnar inn og því hægt að leita innan þess flokks.

Garðaflóra fær andlitslyftingu

posted Mar 1, 2010, 10:32 AM by Rannveig Garðaflóra

Í tilefni af nýja garðaspjallsvæðinu okkar og hækkandi sól hefur Garðaflóra fengið andlitslyftingu.  Breytingar standa enn yfir og klárast vonandi á næstu dögum.

Spjallsíða Garðaflóru orðin að veruleika

posted Mar 1, 2010, 10:08 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Mar 1, 2010, 10:24 AM ]

Það er mér sönn ánægja að kynna spjallsíðu Garðaflóru sem er staðsett á Cubits.org.  Þar má spjalla um allt sem viðkemur garðyrkju og plöntum, skiptast á góðum ráðum, setja inn myndir úr garðinum og margt fleira.  Til þess að geta lesið spjallþræðina þarf að stofna notendanafn hjá Cubits.org.  Það kostar ekkert og opnar heilan heim af spjallsíðum um allt milli himins og jarðar.  Sjón er sögu ríkari!  http://cubits.org/gardaflora/

Blóm dagsins

posted Jan 14, 2010, 5:20 AM by Rannveig Garðaflóra

Blóm dagsins fer nú af stað aftur eftir vetrardvala.  Þar sem það fer að verða tímabært að sá fyrstu sumarblómunum í mold verður sumarblómaþema til að byrja með.  Sumarblómasíðan er í vinnslu og fara myndir og upplýsingar að tínast þar inn á næstu dögum.

Gleðilegt nýtt ár!

posted Jan 3, 2010, 1:30 PM by Rannveig Garðaflóra

Garðaflóra þakkar góðar  viðtökur á liðnu ári.  Megi það nýja verða gjöfult og blómum skrýtt.

Plöntuskipti

posted Aug 10, 2009, 8:06 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Jan 1, 2010, 3:47 PM ]


1-10 of 27