Endurútgáfa bókarinnar Garðverkin eftir Stein Kárason væntaleg!

posted Mar 23, 2011, 11:55 AM by Rannveig Garðaflóra

Steinn Kárason er að undirbúa endurútgáfu á bókinni Garðverkin sem kom út 2003 og hefur lengi verið ófáanleg. Hann þakkar það mikla lof og góðu viðtökur sem bókin fékk þegar hún kom út fyrst.  Margir hafa spurst fyrir um hvort bókin yrði ekki gefin út á ný og getur hann ekki lengur vikist undan því. Bókin er skrifuð á vistvænum nótum í anda sjálfbærrar þróunar og er markhópurinn hinn almenni garðeigandi og sumarhúsaaeigendur. Bókin sem er 201 bls. verður nánast óbreytt í endurútgáfu.

Áhugasamir geta pantað bókina í netfangnu steinn@steinn.is

Ég á þessa bók og gef henni mín bestu meðmæli.  Hún ætti að vera skyldueign allra garðeigenda.

Hér á eftir fara nánari upplýsingar um bókina:

Garðverkin er eftir Stein Kárason.

Í bókinni er að finna hagnýt ráð um ræktunarstörf og viðhald gróðurs í görðum, gróðurhúsum og sumarbústaðalöndum ásamt leiðbeiningum um lífræna ræktun og safnhaugagerð.

Bókin skiptist í 24 kafla og 194 undirkafla Hún er skrifuð á vistvænum nótum í anda sjálfbærrar þróunar. Í bókinni eru um áttatíu ljósmyndir, flestar eftir höfundinn, og á fjórða hundrað skýringarmyndir, flestar eftir hollensk-sænska listamanninn Han Veltman. Í bókinni eru skráð um fjögur hundruð íslensk plöntunöfn og tæplega þrjú hundruð latnesk plöntunöfn og töflur sem tilgreina fræmagn, sáðtíma, áburðarþörf, hitaþörf og útplöntunarbil blóma, blómlauka og matjurta.

Helstu umfjöllunarefni eru:

- Áburður og virkni hans.

- Timburskjólveggir í görðum.

- Matjurtir, sáning, uppeldi og ræktun.

- Vélar,verkfæri, val þeirrra og viðhald.

- Grasflötin , sáning, tyrfing og áburðargjöf, sláttur og hirðing.

- Sumarblóm, fjölær blóm, uppeldi og ræktun, blómlaukar og hnýði.

- Tré og runnar, trjáklippingar og gróðursetning, fræsöfnun og fjölgun.

- Jarðvegsskipti og undirvinna fyrir gangstéttir, bílastæði, garðtjarnir og grjótveggi.

- Lífræn ræktun, safnhaugagerð, sáðskipti, safnkassar og lífrænar varnir gegn meindýrum.

- Trjágróður og sumarbústaðalandið, landkostir og skipulag, tegundaval og grunnatriði skógræktar.

Í bókinni eru töflur sem tilgreina fræmagn, sáðtíma, áburðarþörf, hitaþörf og útplöntunarbil blóma, blómlauka og matjurta.

Steinn Kárason hefur fjallað um garðyrkju, skógrækt, umhverfismál og viðskipti í sjónvarpi, útvarpi, blöðum og tímaritum. Árið 1994 kom út bók Steins Trjáklippingar.

Útgefandi er Garðyrkjumeistarinn.


Comments