Gleðilegt sumar!

posted Apr 23, 2009, 3:28 AM by Rannveig Garðaflóra
Að sjálfsögðu vonumst við öll eftir blómríku sumri með hita og sól, passlega mikilli rigningu svo við þurfum að vökva sem minnst og hægum vindi svo dýrgripirnir fjúki ekki um koll.  Hvernig sem veðrið verður má þó bóka það að blómin verða á sínum stað og mig langar til að hvetja fólk til að fara út í garð í sumar og taka myndir af plöntunum sínum og senda inn.  Því fleiri sem leggja til myndir því betri verður síðan.  Þeir sem hafa einhverjar spurningar um hvernig eigi að snúa sér í því geta haft samband, ég er tilbúin að svara öllum spurningum og aðstoða fólk eftir bestu getu.

Garður Kristleifs í Mosfellsbæ

Comments