Haustlaukar

posted Mar 23, 2009, 4:33 PM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Apr 7, 2009, 1:31 PM ]
Haustlaukasíðan er nú í vinnslu, mínir krókusar komnir inn og páskaliljurnar eru næstar.  Í garðinum er vorírisin og vetrargosarnir í blóma og krókusarnir komnir upp.  Það vantar bara herslumuninn að þeir nái að opna blómin.  Er ekki bara næstum komið vor?  Svartþrösturinn virðist a.m.k. á þeirri skoðun, hann er byrjaður að syngja sínar kvöldserenöður okkur til mikillar ánægju.
 
 
Crocus 'Prince Clause'
Comments