Plöntugagnagrunnur Garðaflóru

posted Apr 14, 2010, 12:24 PM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Apr 14, 2010, 1:18 PM ]
Með tilkomu plöntugagnagrunns Garðaflóru opnast loks sá möguleiki að safna saman myndum og upplýsingum um ræktunarreynslu frá garðyrkjuáhugafólki á Íslandi.  Allir sem skrá sig sem meðlimir á svæði Garðaflóru á Cubits.org hafa aðgang að grunninum og geta lagt verkefninu lið.  Það er algjörlega undir því komið hversu margir taka þátt hversu góðan gagnagrunn við byggjum upp.

Gagnagrunnurinn býður upp á mikla leitarmöguleika sem ætti að auðvelda fólki að finna réttu plöntuna í garðinn sinn.

Ég vinn nú að því að skrá inn þær plöntur sem eru á síðu Garðaflóru og meðan grunnurinn er að byggjast upp verða leitarniðurstöður takmarkaðar.  Rósirnar eru komnar inn og því hægt að leita innan þess flokks.
Comments