Tilkynning frá Yndisgróðri - ráðstefna í ágúst næstkomandi:

posted May 20, 2011, 7:43 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated May 20, 2011, 7:46 AM ]

Kæra áhugafólk um garð- og landslagsplöntur!

 

Við viljum vekja athygli ykkar á ráðstefnu sem haldin verður í Laugardalnum og á Reykjum í Ölfusi í ágúst næstkomandi.

 Ráðstefnan er haldin í samstarfi New Plants for the Northern Periphery Market (NPNP) verkefnis á vegum Norðurslóðaáætlunar, Landbúnaðarháskóla Íslands, Garðyrkjufélags Íslands, Félags garðplöntuframleiðenda, Skógræktar Ríkisins og Grasagarðs Reykjavíkur undir titlinum:

 

Ráðstefna um garð- og landslagsplöntur fyrir norðlæg og hafræn svæði, dagana 18.-19. ágúst 2011.

 

Allir áhugasamir eru að sjálfsögðu velkomnir og sjáumst vonandi sem flest í ágúst!

 

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er hægt að nálgast á heimasíðu Yndisgróðurs http://yndisgrodur.lbhi.is/

eða senda tölvupóst á yndisgrodur@lbhi.is

 

Með góðri kveðju

 

Anna Sif Ingimarsdóttir og Samson B. Harðarson

Yndisgróðri

Comments