Orðsending frá Grasagarði Reykjavíkur

posted Jan 28, 2011, 9:42 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Jan 28, 2011, 10:23 AM ]
Grasagarður Reykjavíkur leitar eftir upplýsingum um ein- og tvíærar garðplöntur sem hafa verið í ræktun síðan fyrir 1970.  Tilgangur verkefnisins er að afla upplýsinga um þessar plöntur og safna fræjum til varðveislu þessara tegunda.  Garðaflóra hvetur alla sem lumað gætu á svona djásnum að hafa samband við Grasagarð Reykjavíkur og leggja þessu spennandi verkefni lið.Comments