Blóm dagsins

Blóm dagsins birtist á forsíðunni og fésbókarsíðu garðaflóru.

Flower of the day showcases what's flowering at a given time during the growing season.  It appears on the front page and Facebook.
 
Nú þegar lítið er að gerast í garðinum verður mynd dagsins valin af handahófi af myndum sumarsins og kannski verða einhverjar vetrarmyndir með.

Eldri blóm dagsins:

Mynd dagsins 18. nóvember 2010

posted Nov 17, 2010, 3:42 PM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Nov 17, 2010, 3:45 PM ]

Lilja 'Scheherazade'
Ný liljusort sem blómstraði í fyrsta sinn í haust - myndin tekin 21. september 2010

Mynd dagsins - 16. nóvember

posted Nov 15, 2010, 3:29 PM by Rannveig Garðaflóra

Cercidiphyllum japonicum - Hjartatré

Hjartatréð skartar sínu fegursta á haustin. Nett og fallegt garðtré.

Mynd dagsins - 13. nóvember 2010

posted Nov 13, 2010, 9:52 AM by Rannveig Garðaflóra


Ísinn getur tekið á sig fallegar myndir.

Mynd dagsins - 12. nóvember 2010

posted Nov 11, 2010, 4:51 PM by Rannveig Garðaflóra

Rauðblaðarós - Rosa glauca

Rauðblaðarósin var þakin fallegum rauðum nýpum  í haust.

Mynd dagsins - 11. nóvember 2010

posted Nov 11, 2010, 2:56 PM by Rannveig Garðaflóra

Haustlitaskrúð í lok september.

Mynd dagsins - 10. nóvember 2010

posted Nov 11, 2010, 1:31 PM by Rannveig Garðaflóra

Purpurabroddurinn skartaði þessum fallegu aldinum í fyrsta sinn í haust. Væntanlega bónus eftir óvenju langt og hlýtt sumar.

8. september 2010

posted Sep 8, 2010, 11:00 AM by Rannveig Garðaflóra


Hypericum perforatum - Doppugullrunni

Hávaxinn, um 100 cm á hæð með mjög sterkum stönglum og þarf því ekki stuðning. Blómstrar frá ágústbyrjun og fram í september. Virðist vel harðgerður.

3. september 2010

posted Sep 2, 2010, 4:57 PM by Rannveig Garðaflóra


Prunus virginiana 'Canada Red' - Virginíuheggur

Laufið er grænt í fyrstu en breytir lit yfir í dumbrautt eftir því sem það eldist.  Tréð er því tvílitt í júní en verður svo dökkrautt þegar líður á sumarið.  Haustlitir eru enn sterkari rauður litur.  Hefur ekki blómstrað enn hjá mér, en blómin eru hvít eins og á heggi. Virðist vel harðgerður.

1. september 2010

posted Sep 1, 2010, 8:27 AM by Rannveig Garðaflóra


Malva moschata 'Alba' - Moskusrós

Afbrigði með hvítum blómum.  Blómstrar frá miðjum ágúst fram í september.  Nýtur sín vel í sólinni í dag.
Harðgerð.
28. ágúst 2010

posted Aug 28, 2010, 7:08 AM by Rannveig Garðaflóra


Lilja 'Honeymoon'

Risastór (22 cm), mikið ilmandi blóm sem lýsast með aldrinum. Mjög hávaxin, yfir 1 m á hæð, með sverum og sterkum blómstönglum.
Virðist þrífast ágætlega.

1-10 of 98