Blóm dagsins‎ > ‎

1. júlí 2010

posted Jun 30, 2010, 5:46 PM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Jul 1, 2010, 5:51 AM ]

Rosa 'Pike's Peak' - Hringbrautarrósin

Þessi fallega rós er kennd við Hringbrautina vegna þess að rósir þessarar tegundar uxu í garði þar og vöktu mikla athygli fyrir mörgum árum síðan.  Ef hún vex í góðu skjóli kelur hún lítið og er mjög blómsæl.  Blómin eru sterkbleik, hálf-fyllt og mikið ilmandi.  Einblómstrandi rós sem byrjar að blómstra í byrjun júlí alveg hjálparlaust (án plastskýlis).


This beautiful once-flowering rose has hot pink, very fragrant flowers. It's very floriferous and given a sheltered spot there's very little die-back. One of the first roses to start flowering here.
Comments