Blóm dagsins‎ > ‎

1. júní 2010

posted May 31, 2010, 4:35 PM by Rannveig Garðaflóra

Rhododendron 'Cunningham's White' - Lyngrós

Ein auðræktaðasta lyngrósin, mjög góð byrjenda lyngrós.  Þrífst vel og blómstrar árvisst.  Ekki mjög kröfuhörð um jarðveg miðað við aðrar lyngrósir.  Getur vel vaxið í hálfskugga, en blómstrar e.t.v betur í sól.  Þarf skjólgóðan stað og moltublandaðan jarðveg.
Comments