Blóm dagsins‎ > ‎

21. mars 2010

posted Mar 21, 2010, 7:59 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Mar 21, 2010, 9:13 AM ]

Galanthus nivalis - Vetrargosi

Vetrargosi er yfirleitt fyrstur til að gægjast upp úr moldinni á vorin.  Harðgerður og veðurþolinn, hann stendur af sér frost og snjó og bíður sólardags til að bómin opnist.  Stendur í bóma fram í miðjan apríl.

Laukar vetrargosa geymast stutt og oft kemur ekkert upp af laukum sem keyptir eru úti í búð.  Það hefur a.m.k. verið mín reynsla.  Vetrargosi er duglegur að fjölga sér og er yfirleitt að finna á plöntuskiptalista Garðaflóru.
Comments