Blóm dagsins‎ > ‎

23. júní 2010

posted Jun 23, 2010, 4:46 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Jun 23, 2010, 5:24 AM ]

Aquilegia x hybrida 'McKana's Giants' - Garðavatnsberi (Sporasóley)

Blóm dagsins í dag var valið af eldri dóttur minni.  Garðavatnsberi hefur líka verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðan ég var krakki.  Þá þekkti ég hann sem sporasóley og í minningunni voru sporasóleyjarnar í garðinum hans afa fallegustu blóm sem ég hafði séð um ævina.

Garðavatnsberi er harðgerður og auðræktaður, þolir þó nokkurn skugga þó hálfskuggi eða sól sé kannski æskilegri.  Eins og aðrir vatsberar sáir hann sér svolítið en samt ekkert í samanburði við skógarvatnsberana.  Blómin eru í blönduðum litum, krónublöðin eru í gulum eða kremhvítum tónum en bikarblöðin og sporarnir geta verið blá, fjólublá, rauð, bleik eða kremhvít.  

Today's flower was picked out by my older daughter.  Aquilegias were also a favorite of mine when I was a kid and I have fond memories of the Aquilegias in my grandfather's garden.  To me they were the most beautiful flowers I'd seen in my life.

Aquilegias are very hardy here and are a no fuss plant .... except the taller varietys like 'McKana's Giant's' need staking.  
Comments