Blóm dagsins‎ > ‎

24. júní 2010

posted Jun 24, 2010, 6:52 AM by Rannveig Garðaflóra

Rosa davidii 'Fenja' - Davíðsrós

Nú var komið að yngri dótturinni að velja blóm dagsins og varð þessi rós fyrir valinu, en hún var að opna fyrsta blóm sumarsins í dag.  Þessi rós er svipuð meyjarrósinni í vaxtarlagi, það á eftir að koma í ljós hvort hún nái svipaðri hæð.   Hún virðist vera prýðilega harðgerð, hefur ekkert kalið og vex alveg ágætlega og blómstrar vel.  Fær fallegar rauðgular nýpur að hausti. 


Today it was my younger daughter's turn to pick the flower of the day and this rose caught her eye with it's one open flower.  It's fairly new in cultivation here, but so far so good.  No die-back, it flowers well and it bears pretty orange-red rose hips in September. 
Comments