Blóm dagsins‎ > ‎

28. júní 2010

posted Jun 28, 2010, 8:58 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Jun 28, 2010, 10:07 AM ]

Chiliotrichum diffusum 'Siska' - Brárunni

Brárunni er upprunnin á Eldlandi í suður Argentínu og er því mun harðgerðari en hann lítur út fyrir að vera, enda þrífst hann alveg ágætlega hérlendis.  Hann kann best við sig á sólríkum og frekar skjólsælum stað, þó hann þoli nokkurn næðing.  Laufið er dökkgrænt á efra borði og grágrænt á því neðra og sígrænt, og minnir runninn svolítið á rósmarín eða lavendil (lofnarblóm) þegar hann er ekki í blóma. Það breytist snarlega þegar blómin birtast, hvít körfublóm með gulri miðju. Skemmtilega öðruvísi runni.

This shrub is fairly new in cultivation here and has turned out to be quite hardy.  It's origins are in southern Argentina, Terra del Fuego to be precise, so it's no stranger to windy conditions. Although it tolerates some wind,  it's best placed in a sunny and fairly sheltered location.  A flowering shrub that's unlike anything else that grows here and a welcome addition to our garden flora.
Comments