Blóm dagsins‎ > ‎

2. mars 2010

posted Mar 2, 2010, 12:07 PM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Mar 2, 2010, 12:10 PM ]

Cornus alba var. sibirica - Mjallarhyrnir


Garðurinn getur líka verið fallegur á veturnar. Þessi runni er með hárauðar greinar sem mikil prýði er af jafnt sumar sem vetur. Nýjar greinar eru litsterkastar svo hann er yfirleitt mikið klipptur í hlýrri löndum. Hann fór hægt af stað hjá mér og óx ekkert fyrstu tvö árin svo ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að klippa neitt burt nema kalkvisti ..... en nú er hann kominn í gang svo ég ætla að safna kjarki og snyrta hann aðeins í vor. Blómstrar hvítum blómum í júní og fær mjög flotta haustliti. 

Hæð um 2 m enn sem komið er.

Comments