Blóm dagsins‎ > ‎

3. júní 2010

posted Jun 3, 2010, 2:16 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Jun 3, 2010, 2:38 AM ]


Weigela middendorfiana 'Hokki' - Gullklukkurunni

Hefur vaxið vel og er að blómstra í fyrsta sinn hjá mér í vor.  Orðinn um 1,5 m á hæð.
Skemmtilega öðruvísi runni.  Þrífst vel.  Hefur verið laus við lúsa og maðkaágang sem verður að teljast mikill kostur.

'Hokki' er úrvalsklónn sem fékkst af fræi sem Ólafur Njálsson í Nátthaga safnaði á eyjunni Hokkaido í Japan í 1100 m hæð.  (Grein í Garðinum Maí 2008 - fylgiblað með Morgunblaðinu)


A recent addition to the Icelandic garden flora. 'Hokki' is a selection from seed collected on the island of Hokkaido in Japan at an elevation of 1100 m.  Grows well in a sheltered location.
Comments