Blóm dagsins‎ > ‎

3. september 2010

posted Sep 2, 2010, 4:57 PM by Rannveig Garðaflóra

Prunus virginiana 'Canada Red' - Virginíuheggur

Laufið er grænt í fyrstu en breytir lit yfir í dumbrautt eftir því sem það eldist.  Tréð er því tvílitt í júní en verður svo dökkrautt þegar líður á sumarið.  Haustlitir eru enn sterkari rauður litur.  Hefur ekki blómstrað enn hjá mér, en blómin eru hvít eins og á heggi. Virðist vel harðgerður.
Comments