Blóm dagsins‎ > ‎

6. mars 2010

posted Mar 6, 2010, 5:52 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Mar 6, 2010, 6:17 AM ]

Lathyrus odoratus 'Melody Bicolor' - Ilmertur

Harðgerð og nokkuð veðurþolin klifurplanta, verður um 1-2 m á hæð.  
Þarf einhverskonar stuðning, t.d. víra eða aðra plöntu.  Getur t.d. vaxið uppeftir klifurrósum og öðrum fjölærum klifurplöntum.  Til eru fjölmörg önnur litaafbrigði, misjafnlega mikið ilmandi.  Einnig eru til lágvaxnar sortir sem henta í blómaker.

Þolir ekki of mikinn hita í uppeldi, ef plöntur eru forræktaðar í gróðurhúsi er mikilvægt að hafa þær í skugga svo þær skrælni ekki á sólríkum dögum.  Best að setja út í sólreit í maí og kippa inn ef frystir.

Sáð í mars.
Comments