Greinasafn‎ > ‎

Draumurinn um viðhaldsfrían garð

posted May 29, 2011, 4:38 PM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Jun 3, 2011, 12:47 PM ]
Veðrið og náttúruöflin hafa ekki beinlínis leikið við landsmenn undanfarnar vikur. Þeim mun meiri ástæða til að nýta góðviðrisdagana vel þegar þeir gefast, til dæmis til að hreinsa til í garðinum sínum. Forfallið garðyrkjuáhugafólk eins og ég vitum fátt skemmtilegra. En fyrir mörgum eru garðyrkjustörfin sjálfsagt álíka leiðinleg kvöð og húsverkin eru fyrir mér. Þá dreymir um viðhaldsfrían garð eins og mig dreymir um viðhaldsfrítt heimili. Við vitum öll að heimilisstörfin vinna sig ekki sjálf. En er til viðhaldsfrír garður?

lesa meira .......
Comments