Mynd dagsins

Mynd dagsins birtist á forsíðunni og fésbókarsíðu garðaflóru


Eldri blóm dagsins:

30. apríl 2015

posted Apr 30, 2015, 6:50 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Apr 30, 2015, 7:02 AM ]Fyrstu dagar sumarsins hafa verið heldur naprir, en krókusarnir láta frostið ekki á sig fá og blómstruðu sínu fegursta í sólinni á þriðjudag.

Crocus 'Ruby Giant' með 'Fuscotinctus' og 'Ard Schenk' í bakgrunni

21. apríl 2015

posted Apr 22, 2015, 6:30 AM by Rannveig GarðaflóraSkógarbláminn er byrjaður að blómstra. Það er ekki mikill blámi yfir þessu sterkbleika afbrigði, það væri kannski réttara að nefna það skógarroða. Það er yfirleitt degi á undan þessum bláu að opna fyrstu blómin.

29. apríl 2014

posted Apr 29, 2014, 4:19 PM by Rannveig Garðaflóra


Primula 'John Mo' fagnaði sumri með því að opna fyrstu blómin á sumardaginn fyrsta. Gleðilegt sumar!

20. júlí 2012

posted Jul 20, 2012, 10:32 AM by Rannveig Garðaflóra


Dásamelga falleg mynd frá Möggu af Silkibóndarós 'Bowl of Beauty'.

13. júlí 2012

posted Jul 13, 2012, 3:35 AM by Rannveig Garðaflóra


Falleg mynd af Dornrós frá Möggu. Hvet alla sem eiga myndavél og garð til að fara út í garð, taka mynd(ir) og senda í gagnagrunninn okkar. Hann byggir sig ekki sjálfur. :)

Dornrósin ('Dornröschen') er ein af duglegustu eðalrósunum hér á landi. Hún er tilheyrir flokki nútímarunnarósa, en blómgerðin líkist terósarblendingi. Fái hún sæmilega gott skjól og sólríkan vaxtarstað er nokkuð öruggt að hún blómstri vel.

8. júlí 2012

posted Jul 8, 2012, 7:13 AM by Rannveig Garðaflóra

6. júlí 2012

posted Jul 6, 2012, 8:04 AM by Rannveig Garðaflóra

Það var úr vöndu að velja þessa vikuna, en þessi fallega mynd af skrautjarðarberi 'Pink Panda' frá Guðrúnu varð fyrir valinu. Það er ekki bara fallegt heldur þroskar líka gómsæt ber að hennar sögn.

5. júlí 2012

posted Jul 5, 2012, 8:47 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Jul 5, 2012, 9:04 AM ]

17. júní 2012

Engjaíris (Iris setosa) er fínleg og harðgerð íristegund. Heimkynni hennar eru NV-hluti Kanada, Alaska og Síbería. Hún kann best við sig í frekar rökum jarðvegi og sól a.m.k. hluta úr degi.

4. júlí 2012

posted Jul 4, 2012, 8:13 AM by Rannveig Garðaflóra

17. júní 2012

Síberíubergsóley 'Markham's Pink' er falleg og dugmikil klifurplanta sem blómstrar í byrjun júní. Eins og á mörgum öðrum klifurplöntum á neðsti hluti plöntunnar það til að verða gisinn og ber með aldrinum. Það er því fallegast að planta öðrum plöntum fyrir framan hana. Það kemur t.d. mjög vel út að planta henni með klifurrósum. Rósin veitir henni stuðning til að klifra eftir, felur bera leggina og blómstrar eftir að bergsóleyjan hefur lokið blómgun sinni.

2. júlí 2012

posted Jul 2, 2012, 7:46 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Jul 2, 2012, 7:55 AM ]

5. júní 2012
Bláfiðrildablóm (Nemesia versicolor) 'Blue Gem'. Himinblá blómin eru töluvert minni en á þessum venjulegu gulu og rauðu  fiðrildablómum (Nemesia strumosa), en þau eru þeim mun fleiri svo plantan verður þakin blómum. Virkilega flott tegund.

1-10 of 170