Mynd dagsins‎ > ‎

11. apríl 2011

posted Apr 11, 2011, 5:43 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Apr 11, 2011, 5:52 AM ]

Yrki af bjarmarós, Rosa alba hafa reynst ljómandi harðgerð hér á skjólsælum stöðum.  Þær þola skugga hluta úr degi og geta því vaxið vestan megin við hús án þess að það komi mikið niður á blómguninni. Þær eru flestar með frekar lítil, þéttfyllt, ilmandi blóm. Þau eru yfirleitt fölbleik, en 'Maxima' er með hvít blóm með kremhvítri miðju.

Comments