Mynd dagsins‎ > ‎

12. apríl 2011

posted Apr 12, 2011, 4:05 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Apr 12, 2011, 4:19 AM ]

Gallarósir (Gallicas) teljast til antíkrósa og eru elstu rósayrki í ræktun, þau elstu rakin aftur til um 1400.  Þær eru frekar grófgerðir runnar, en verða ekki eins stórvaxnar hér eins og erlendis. Þær þurfa mjög skjólsælan og bjartan vaxtarstað því mikið kal kemur niður á blómguninni. Það er misjafnt eftir yrkjum hversu vel þau pluma sig hér, en mörg blómstra ágætlega fái þau góðan vaxtarstað. Það sakar ekkert að skýla þeim, en það er frekar mikið mál þar sem þær geta verið nokkuð stórar um sig. Á myndinni er yrkið 'Hippolyte' sem hefur frekar lítil, þéttfyllt, ilmandi blóm.  Þau eru purpurarauð þegar þau opnast en blána með aldrinum og verða dökk fjólublá. Eins og aðrar einblómstrandi runnarósir blómstra gallarósir á eldri greinar og því má ekki klippa þær niður að vori, heldur aðeins snyrta burt kalkvisti. Mikill áburður dregur líka úr blómgun.

Comments