Mynd dagsins‎ > ‎

12. júní 2011

posted Jun 11, 2011, 6:45 PM by Rannveig Garðaflóra

Mjólkurjurtir eiga það allar sameiginlegt að vera með heldur lítilfjörleg blóm, en þeim mun skrautlegri háblöð. Jólastjarnan er líklegast þekktasta planta ættkvíslarinnar. Þetta er risastór ættkvísl með rúmlega 2000 tegundum sem flestar eiga heimkynni í hitabeltinu.  Þó eru nokkrar tegundir sem þrífast hér á landi og er mjólkurjurtin ein þeirra. Hún blómstrar í júní. Úrvals garðplanta og vel harðgerð.

Comments