Mynd dagsins‎ > ‎

13. maí 2011

posted May 13, 2011, 12:53 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated May 13, 2011, 1:38 AM ]

Villitúlipanar eru fyrstu túlipanarnir til að blómstra á vorin og nokkrar tegundir eru fjölærar hér. Tvær þeirra hafa lengi verið í ræktun og eru vel harðgerðar, dvergtúlipani sem prýðir mynd dagsins í dag og sveiptúlipani. Þeir eru mjög áþekkir, en má þekkja í sundur á því að blómin á dvergtúlipana eru alveg gul, en blóm sveiptúlipanans eru tvílit, gul og hvít.


Comments