Mynd dagsins‎ > ‎

14. maí 2011

posted May 14, 2011, 7:16 AM by Rannveig Garðaflóra

Maríulykilsættkvíslin (Primula) er mjög stór og fjölbreytt og því er henni skipt upp í nokkrar deildir. Silfurlykill tilheyrir árikludeild og er að mínu mati ein fallegasta tegund deildarinnar.  Deildinni tilheyra áþekkar tegundir vorblómstrandi lykla í mismunandi blómlitum, sumar með hvítmélugu laufi en aðrar með grænu. Flestar eru upprunnar úr Alpafjöllunum þar sem þær vaxa gjarnan í skriðum eða klettaskorum þar sem leysingavatn seytlar niður. Þær eru fínar steinhæðaplöntur en geta þó margar vel vaxið í venjulegum blómabeðum.

Frúarlykill er líklegast þekktasta og útbreiddasta tegund deildarinnar í ræktun hér enda til fjöldinn allur af yrkjum í hvítum, gulum, appelsínugulum, rauðum, bleikum og fjólubláum litum. 

Comments