Mynd dagsins‎ > ‎

16. apríl 2011

posted Apr 16, 2011, 2:36 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Apr 16, 2011, 3:22 AM ]

Það eru nokkrar plöntur af Goðaliljuætt sem eru að byrja að blómstra um þetta leiti; ættkvíslir snæstjarna (Chionodoxa), stjörnulilja (Scilla) og postulínslilja (Puschkinia). Blár er ríkjandi litur í þessum hópi, en þó finnast hvít og bleik yrki af nokkrum tegundum. Fannastjarnan er yfirleitt fyrst til að breiða út sín fallegu bláu stjörnublóm.  Hún er harðgerð og fjölgar sér hægt og örugglega.

Comments