Mynd dagsins‎ > ‎

17. mars 2011

posted Mar 17, 2011, 4:17 AM by Rannveig Garðaflóra

Runnarósin 'Harison's Yellow' er blendingur gullrósar (R. foetida) og þyrnirósar (R. pimpinellifolia).  Hún er vel harðgerð á sæmilega skjólgóðum stað og blómstrar vel. Eins og með aðra þyrnirósablendinga er mikilvægt að gefa ekki of mikinn áburð, þá fer öll orka í blaðvöxt og lítið verður úr blómgun. Í bakgrunni sést glitta í hraundeplu.

Comments