Mynd dagsins‎ > ‎

18. maí 2011

posted May 17, 2011, 4:29 PM by Rannveig Garðaflóra   [ updated May 17, 2011, 4:56 PM ]

Það sem einkennir febrúarliljur (N. cyclamineus) er að krónublöðin eru aftursveigð þannig að þau minna á alpafjólu (cyclamen). 'Jenny' er með sítrónugula hjákrónu sem lýsist með aldrinum og verður næstum hvít. Harðgerð eins og aðrar febrúarlíljusortir.

Comments