Mynd dagsins‎ > ‎

23. apríl 2011

posted Apr 23, 2011, 5:13 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Apr 23, 2011, 5:34 AM ]

Töfratréð stendur nú í blóma, en það er fyrsti blómstrandi runninn til að skarta sínum fallegu bleiku blómum á vorin. Það gefur svo sannarlega lit í tilveruna þegar flestar aðrar plöntur liggja enn í dvala. Það þroskar falleg rauð ber þegar líða tekur á sumarið sem eru baneitruð. Það er því ástæða til að hafa varann á þar sem lítil börn eru á heimilinu og bíða með að gróðursetja svona tré í garðinn þar til þau eru eldri. Ef töfratré er fyrir í garðinum er þó kannski ekki ástæða til að fjarlægja það. Berin eru sem betur fer alveg hræðilega vond á bragðið og hægt er að fjarlægja berin áður en þau þroskast.

Comments