Mynd dagsins‎ > ‎

24. maí 2011

posted May 24, 2011, 7:52 AM by Rannveig Garðaflóra

Eru til bleikar páskaliljur? Miðað við fjölda yrkja sem sögð eru "bleik" mætti ætla það. Svarið  er hins vegar, "Nei, bleikar páskaliljur eru ekki til." Aftur á móti eru til ferskjubleikar og laxableikar páskaliljur. Eða öllu heldur hvítar páskaliljur með ferskjubleikum eða laxableikum hjákrónum.  Á elstu yrkjunum er hjákrónan gul í fyrstu og "roðnar" svo yfir í ferskjubleikan lit með aldrinum. En stöðugt koma ný yrki á markað og eru nú til nokkur yrki sem eru alveg eða að mestu laus við gula litinn. Myndin er af 'Pink Charm', sem er  með dökk laxableika hjákrónu. Aðrar góðar sortir eru 'Precocious', 'Peaches and Cream' og 'Delnashaugh' með fylltum blómum.

Comments