Mynd dagsins‎ > ‎

24. mars 2011

posted Mar 24, 2011, 8:04 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Mar 24, 2011, 8:44 AM ]


Appelsínugulur er ekki algengur blómlitur á runnarósum og er vandfundin sú rós sem skartar eins sterk appelsínugulum blómum og gullrós 'Bicolor'.  Íslensk sumur eru hvorki eins sólrík né hlý og hennar kjöraðstæður en hún þrífst þó ágætlega á skjólsælum stað.  Hún er mjög viðkvæm fyrir sótsvepp og rigningatíð á því illa við hana.

Comments