Mynd dagsins‎ > ‎

25. mars 2011

posted Mar 25, 2011, 5:38 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Mar 25, 2011, 8:45 AM ]

Elínarlykill er fyrsti vorblómstrandi lykillinn til að blómstra í mínum garði, en hann byrjar að blómstra um miðjan apríl.  Elínarlykill er hópur blendinga júlíulykils og laufeyjarlykils.  Mynd dagsins er af yrkinu 'John Mo' sem er líka þekkt sem "Jón á Móum" á íslensku. Harðgerð og dásamlega falleg tegund.


Comments