Mynd dagsins‎ > ‎

27. apríl 2011

posted Apr 27, 2011, 8:46 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Apr 28, 2011, 5:18 PM ]

Önnur smávaxin páskalilja sem er byrjuð að blómstra núna. 'Rip Van Winkle' er sort af dvergpáskalilju með mikið fylltum blómum sem hafa tilhneigingu til að leggjast út af undan eigin þunga. Hún heitir eftir aðalpersónunni í smásögu með sama nafni eftir bandaríska rithöfundinn Washington Irving sem kom út árið 1819. 

Rip Van Winkle er virðulegur eldri maður, en heldur latur til verka og á það til að flýja til fjalla frá stöðugu nöldri konu sinnar. Á einni slíkri göngu verður undarlegur maður á vegi hans sem biður hann að aðstoða sig við að bera áfengiskút upp fjallshlíðina. Þegar þeir eru komnir á áfangastað eru þar fyrir fleiri álíka undarlegir menn sem veita honum litla athygli. Rip laumast til að bragða á áfengum veigunum og sofnar fljótt. Þegar hann vaknar aftur eru liðin 20 ár, nöldrandi konan og allir vinir hans horfin á braut, börnin vaxin úr grasi og Bandaríkin ekki lengur bresk nýlenda.

Comments