Mynd dagsins‎ > ‎

27. mars 2011

posted Mar 27, 2011, 6:41 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Mar 27, 2011, 7:24 AM ]

Okkur dreymir oft um að rækta plöntur sem þrífast í nágrannalöndunum þar sem sumur eru hlýrri og lengri.  En það eru til plöntur sem við getum auðveldlega ræktað sem fólk þar getur bara látið sig dreyma um.  Blásólin er ættuð úr Himalæjafjöllunum og eins og margar aðrar plöntur ættaðar þaðan kann hún vel að meta svölu sumrin á Íslandi.  Hún er vandræktuð í nágrannalöndunum því hún þolir sumarhita mjög illa.  Hún þarf jafnan jarðraka til að dafna vel og því mikilvægt að muna að vökva hana í þurrkum.

Comments