Mynd dagsins‎ > ‎

30. maí 2011

posted May 30, 2011, 7:18 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated May 30, 2011, 7:23 AM ]

Færeyjarifs er úrvals garðplanta sem hentar vel í óklippt limgerði eða blönduð runnabeð. Það verður þétt og fallegt án mikilliar klippingar og nær hátt í 2 m hæð. Það blómstrar bleikum blómum í lok maí og stendur í blóma eitthvað fram í júní. Það þroskar ekki ber að neinu ráði og er því eingöngu ræktað sem skrautplanta. Fær fallega haustliti í gulum og rauðum litatónum. Harðgerður og fallegur runni.

Comments