Mynd dagsins‎ > ‎

4. júlí 2012

posted Jul 4, 2012, 8:13 AM by Rannveig Garðaflóra
17. júní 2012

Síberíubergsóley 'Markham's Pink' er falleg og dugmikil klifurplanta sem blómstrar í byrjun júní. Eins og á mörgum öðrum klifurplöntum á neðsti hluti plöntunnar það til að verða gisinn og ber með aldrinum. Það er því fallegast að planta öðrum plöntum fyrir framan hana. Það kemur t.d. mjög vel út að planta henni með klifurrósum. Rósin veitir henni stuðning til að klifra eftir, felur bera leggina og blómstrar eftir að bergsóleyjan hefur lokið blómgun sinni.
Comments