Mynd dagsins‎ > ‎

4.mars 2011

posted Mar 3, 2011, 12:38 PM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Mar 4, 2011, 5:08 AM ]

Köldugras er íslenskur burkni með sígrænu laufi.  Hann vex helst í snjódældum þar sem hann getur kúrt undir snjó yfir veturinn en hann þrífst nú samt ljómandi vel í skjólgóðum garði án vetrarskýlis.  Blöðin geta orðið svoldið tætingsleg en það vaxa ný að vori.

Comments