Mynd dagsins‎ > ‎

5. maí 2011

posted May 4, 2011, 5:53 PM by Rannveig Garðaflóra   [ updated May 5, 2011, 6:19 PM ]

Gulu páskagreinarnar sem eru svo ómissandi fyrir páskana eru af ættkvíslinni Forsythia. Þessir runnar eru áberandi á vorin bæði í Bandaríkjunum og Evrópu þegar þeir verða þaktir heiðgulum blómum fyrir laufgun. Mig hefur lengi dreymt um að hafa svona runna í garðinum mínum, en þeir eru almennt séð of viðkvæmir fyrir okkar rysjótta og svala loftslag. Vorgullið, Forsythia ovata 'Tetragold' virðist aftur á móti eiga séns hér og stendur sig framar öllum vonum hjá mér. Reyndar í góðu skjóli við suðurvegg og hann er ekkert alveg þakinn blómum þetta árið amk, en samt ...... plantan sem ég ræktaði af páskagrein um árið rétt tórir við sömu aðstæður og blómstrar ekkert þannig að þetta er klárlega framför. Þessi runni er ekkert sérlega skrautlegur eftir blómgun og því upplagt að planta ilmertum við hann til að gefa honum smá lit yfir sumartímann.

Comments