Mynd dagsins‎ > ‎

6. apríl 2011

posted Apr 6, 2011, 4:46 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Apr 6, 2011, 8:18 AM ]
Ilmertur 'Melody Rose'.

Ilmertur eru falleg sumarblóm sem þrífast ágætlega í sæmilega góðu skjóli.  Reyndar eru til lágvaxin yrki sem henta vel í hengipotta og eru mjög veðurþolin, t.d. yrkið 'Pink Cupid'.  Klifuryrkin geta náð 2 m hæð, jafnvel meira við góð skilyrði.  Ilmertur fara vel með öðrum klifurplöntum eins og t.d. skógartoppi og klifurrósum.  Þær hafa þá stuðning af klifurplöntunum og gefa auka blómskrúð á þeim tíma þegar klifurplönturnar eru ekki í blóma.   Ilmertur kunna illa við mikinn hita og þola því ekki við inni í gróðurhúsi þegar komið er fram í maí nema loftunin sé góð.  
 

Comments