Mynd dagsins‎ > ‎

7. apríl 2011

posted Apr 7, 2011, 7:48 AM by Rannveig Garðaflóra

Ígulrósir eru harðgerðar runnarósir sem þrífast flestar mjög vel hér á landi. Yrkið 'Hansa' er eflaust úbreiddust, enda svo veðurþolin að hún vex jafnvel á umferðareyjum hér á höfuðborgarsvæðinu. 'Agnes' þarf heldur meira skjól, en á sæmilega skjólsælum og sólríkum stað vex hún vel og blómstrar ríkulega sínum fallegu gulu blómum.  Á myndinni sést hún með fingurbjargarblómi.

Comments