Mynd dagsins‎ > ‎

7. júní 2011

posted Jun 7, 2011, 1:17 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Jun 7, 2011, 1:24 AM ]

Gras er ekki bara fyrir grasflatir. Það eru til nokkrar ljómandi fallegar tegundir af skrautgrasi sem sóma sér vel í blómabeðum með fjölærum plöntum. Randagrasið er sjálfsagt þekktast og alræmt fyrir hvað það er skriðult. Það eru þó ekki allar tegundir svo skæðar. Háliðagras 'Aureovariegata' er afskaplega falleg tegund með gulröndóttu laufi. Það breiðist hægt út og lítið mál að skera utanaf hnausnum á vorin.

Comments