Plöntuskipti‎ > ‎

Fjölært fræ til sölu

posted Mar 19, 2011, 11:49 AM by Rannveig Garðaflóra   [ updated Apr 29, 2011, 1:06 PM ]
Ég ætlaði að vera rosa dugleg í haust og safna fræi til að senda inn til Garðyrkjufélagsins. Ég safnaði fræinu, en fann aldrei tíma til að hreinsa það og pakka til að senda það inn. Mér finnst synd að láta það fara til spillis þannig að ég set hér inn lista yfir það fræ sem ég á til ef einhverjir hafa áhuga: 100 kr. fræskammturinn + 100 kr. póstgjald
Þetta er það sem ég á til:

Anemone multifida 'Major' - mjólkursnotra
Aquilegia 'McKana's Giants'
Aquilegia 'Rauði Risinn' - vatnsberi
Aquilegia 'Rauði Risinn' fyllt blóm - vatnsberi - sjálfsáð planta af 'Rauða Risanum' með tvöföldum, dökkrauðum blómum. Ekki öruggt að hann sé fræekta
Astrantia major 'Rubra' - sveipstjarna  búin!
Campanula rotundifolia - bláklukka
Cicerbita alpina - bláfífill
Chiliotrichum diffusum 'Siska' - brárunni
Dianthus nigrescens 'Sooty' - stúdentadrottning, dökkrauð
Dianthus cathusianorum - keisaradrottning
Dianthus deltoides - dvergadrottning, bleik blanda
Dianthus plumarius - fjaðradrottning, blandaðir litir
Digitalis purpurea - fingurbjargarblóm
Digitalis purpurea 'Alba' - fingurbjargarblóm, hvítt
Dracocephalum tanguticum - fjalladrekakollur
Hordeum jubatum - silkibygg
Linaria alpina- álfamunnur
Lychnis viscaria 'Purpurea'- límberi
Meconopsis betonicifolia - blásól
Mimulus lewisii - rósatrúður
Papaver somniferum 'Patty's Plum' - draumsól
Papaver somniferum 'Seriously Scarlet' - draumsól
Penstemon whippleanus - kampagríma
Primula auricula - mörtulykill
Pulsatilla vulgaris - geitabjalla
Salvia hians - kasmírsalvía
Silene alpestris - Fjallaholurt
Silene asterias - Stjörnuholurt
Symphiandra wanneri - roðaklukka
Tulipa tarda - sveiptúlipani
Veronica schmidtiana - brekkudepla
Comments