top of page
Mýrastigi

'Pascali'

sh. 'Blanche Pasca'

Terósablendingar (Hybrid Tea)

Uppruni

Louis Lens, Belgíu, fyrir 1963

'Queen Elizabeth' x 'White Butterfly'

Hæð

60 - 90 cm

Blómlitur

hvítur

Blómgerð

fyllt

Blómgun

síblómstrandi, júlí - september

Ilmur

daufur

Aldin

-

Lauflitur

grænn

Birtuskilyrði

sól

Jarðvegur

frjór, lífefnaríkur, hæfilega rakur, vel framræstur

pH

súrt - hlutlaust - basískt

Harðgerði

frekar viðkvæm

Terósablendingar urðu til við kynblöndun milli hinna viðkvæmu terósa og harðgerðari síblómstrandi blendinga.  Útkoman varð glæsilegar plöntur sem voru harðgerðar um stærstan hluta vestur- og mið-Evrópu, síblómstrandi með stórum, fagurlega löguðum blómum í öllum litaskalanum að bláum undanskildum.  Þær eru enn í dag vinsælustu garðrósirnar á heimsvísu.  Því miður eru fæstar nógu harðgerðar til að þrífast vel hérlendis, þó nokkrar undantekningar séu þar á, en þær þurfa nokkuð nostur til að blómstra vel.

Erlendir harðgerðiskvarðar:

USDA zone: 7b


Terósarblendingur með fylltum, hvítum og rauðum blómum. Frekar viðkvæm og nýtur sín best í gróðurhúsi. Blómin opnast kremhvít með rauðbleikum jöðrum og roðna svo með aldrinum. Hversu dökkur rauði liturinn verður fer eftir hitastigi, því heitara sem er, því dekkri verður rauði liturinn.

Áttu mynd eða hefurðu reynslu af þessari plöntu?

Þú getur deilt myndum og reynslusögum hér.

bottom of page