Rannveig

fullDatetime-to-read.short-label

Algengustu tegundir haustlauka og blómgunartími

Hér eru algengustu tegundir haustlauka og blómgunartími þeirra. Blómgunartíminn er breytilegur eftir staðsetningu og tíðarfari. Það getur munað 2-3 vikum milli ára eftir veðurfari, en blómgunarröðin er alltaf sú sama. Blómgun mismunandi tegunda skarast þó, þannig að vetrargosar og vorblómstrandi írisir eru enn í blóma þegar fyrstu krókusar og snæstjörnur byrja að blómstra. Með því að gróðursetja margar mismunandi tegundir, fæst blómgun yfir langt tímabil, frá mars og fram í júní - júlí.

    70
    0