Rannveig

fullDatetime-to-read.short-label

Asíusóley (Ranunclus)

Asíusóley (Ranunculus asiaticus) tilheyrir sóleyjaættkvíslinni og hefur hálfpartinn tekið yfir ættkvíslarheitið. Ef talað er um Ranunculus á ensku, er líklegra að vísað sé til asíusóleyjar en sóleyjarættkvíslarinnar. Hnýðin þola ekki frost niður fyrir -3°C, en plönturnar vaxa þó best við frekar lágt hitastig, 13-15°C. Þær eru því vorblómstrandi þar sem sumarhitinn er hærri en hér. Íslenskur sumarhiti, ef hann nær 13°C er því þeirra kjörhitastig, sem ekki er hægt að segja um margar plöntur.
 

Ræktunaraðstæður

Best er að leggja hnýðin í bleyti í 1-2 klst. áður en þau eru gróðursett til að flýta spírun. Þau eru svo gróðursett í potta eða bakka og hulin með um 5 cm moldarlagi. Moldin þarf að drena vel og því æskilegt að blanda hana með fínum vikri. Hitastigið þarf að vera á bilinu 9-13°C til að hnýðin spíri og myndi knúppa. Það er því ekki líklegt til árangurs að forrækta þær við stofuhita. Þær þurfa sólríkan, skjólsælan vaxtarstað úti.

    100
    0