Rannveig

datetime-to-read.short-label

Begonia - gróðursetning

Begoníur (skáblöð) eru forræktaðar inni þar til frosthætta er liðin hjá. Þá er óhætt að planta þeim út í garð fram á haust, og ef ætlunin er að rækta þær áfram næsta sumar eru hnýðin þá tekin upp og geymd á frostlausum stað yfir veturinn. Þær henta vel til ræktunar í pottum og blómakerjum.

Auðveldasta leiðin til að geyma hnýðin yfir veturinn er að geyma pottana á frostlausum stað og byrja svo að vökva aftur að vori. Það getur verið ágætt að endurnýja moldina á nokkurra ára fresti, eða umpotta í stærri potta eftir því sem þörf krefur. Árlega er nóg að bæta nýrri mold yfir með smá skammti af áburði, t.d. þörungamjöli.

    330
    0