Rannveig

fullDatetime-to-read.short-label

Begoníur (Begonia)


 
Flokkun begonía (skáblaða)


 
Begoníur eru flokkaðar í þrjá meginflokka eftir rótargerð:
 

  • Hnýðisbegoníur (Tuberous)

  • Begoníur með jarðstöngla (Rhizomatous)

  • Begoníur með trefjarætur (Fibrous)


 
Til er nákvæmari flokkun sem skiptir þeim niður í fleiri flokka, en þessi grófa flokkun dugar okkur hér vel. Þær begoníur sem ræktaðar eru hér eru flestar hnýðisbegoníur. Vöxturinn getur verið hangandi eða uppréttur.
 


 
Ræktun


 
Begoníur eru hitabeltisplöntur og þola því ekki frost. Þær þurfa forræktun inni áður en þeim er plantað út í júní, þegar frosthætta er liðin hjá. Ef ætlunin er að geyma hnýðin á milli ára, þarf að taka plönturnar inn þegar laufið hefur fölnað að hausti og geyma á svölum, frostlausum stað yfir vetrarmánuðina. Nota má sömu aðferðir við geymsluna eins og fyrir dalíur og gladíólur.
 

 
Begoníur henta vel í blómaker, sérstaklega sortir með hangandi vöx. Þær uppréttu má líka gróðursetja í beð, en þá er æskilegt að þær verði ekki mjög hávaxnar. Þær þurfa skjólsælan vaxtarstað, en þola vel skugga part úr degi.

    70
    0