Rannveig

fullDatetime-to-read.short-label

Dreifplöntun - Prikklun

Það er hæfilegt að prikkla sáðplöntum í potta þegar þær eru komnar með 1-2 pör af laufblöðum.
 
Kímblöðin, fyrsta laufparið sem birtist þegar fræið spírar, teljast ekki með. (sjá cotyledon á mynd).
 
Þegar plönturnar eru gróðursettar eiga kímblöðin að vera rétt ofan við moldaryfirborðið.


 

 
Pottamoldin er blönduð með 1/3 hluta af fínum vikri. Ekki er þörf á að hitameðhöndla moldina fyrir prikklun.

Það helsta sem til þarf:
 

  1. Pottamold

  2. Extra fínn vikur (fæst í vefverslun Garðaflóru)

  3. Hentugt ílát, t.d. vaskafat, til að blanda mold í

  4. 7x7x8 cm hólfabakkar

  5. Undirbakki með heilum botni ef ræktun er áfram inni

Eftir því sem plönturnar stækka, getur þurft að umpotta í stærri potta. Flestar tegundir af sumarblómum geta vaxið í 7x7 cm pottum þar til tímabært er að planta þeim út. Aðrar tegundir þarf að umpotta í stærri potta til að þær nái blómgunarstærð, t.d. 9x9 cm eða 11x11 cm potta.

9x9 cm pottar henta ágætlega fyrir fjölæringa og trjáplöntur sem næsta skref. Trjáplöntur þurfa fljótlega að komast í stærri potta, 11x11 og síðar 2-3 l potta.

    270
    1